south-greenland-fishing-trip-7.JPG
Fly-Fishing-Greenland (589).JPG
fishing-trip-to-greenland-52.jpg
fishing-trip-to-greenland-38.JPG
fly-fishing-in-greenland-10.JPG
south-greenland-fishing-trip-7.JPG

Suður Grænland


South Greenland Fly Fishing býður uppá veiðiferðir til Suður Grænlands. Við erum með höfuðstöðvar í Narsaq, þaðan sem við siglum á hverjum morgni í einhverja af hinum fjölmörgu ám og vötnum sem eru í innan við klukkustundar siglingar fjarlægð. 

 

ALLAR MYNDIR Á ÞESSARI SÍÐU ERU Í EIGU EFTIRFARANDI:

ERLENDUR GUÐMUNDSSON

ÞÓRÓLFUR GUNNARSSON

VISIT GREENLAND

SCROLL DOWN

Suður Grænland


South Greenland Fly Fishing býður uppá veiðiferðir til Suður Grænlands. Við erum með höfuðstöðvar í Narsaq, þaðan sem við siglum á hverjum morgni í einhverja af hinum fjölmörgu ám og vötnum sem eru í innan við klukkustundar siglingar fjarlægð. 

 

ALLAR MYNDIR Á ÞESSARI SÍÐU ERU Í EIGU EFTIRFARANDI:

ERLENDUR GUÐMUNDSSON

ÞÓRÓLFUR GUNNARSSON

VISIT GREENLAND

South Greenland Fly Fishing er veiðideildin innan Ferðaskrifstofunnar Arctic destinations sem er staðsett í Narsaq á Grænlandi. Veiðileiðsögumennirnir sem og skipstjórarnir hafa áralanga reynslu á sínu sviði og eru í góðri samvinnu við heimafólk svo að ferðin þín til Grænlands verði ógleymanleg. South Greenland Fly Fishing munu hjálpa þér að skipuleggja stórskemmtilega og eftirminnilega ferð. Að skipuleggja veiðiferð til annars lands getur tekið mikinn tíma og mikla vinnu, en með starfsfólk okkar við hendina þarf þú aðeins að skipuleggja hvaða græjur þú ætlar taka með í þessa einstöku veiðiferð.

Fly-Fishing-Greenland (589).JPG

Stórfenglegt Landslag og Dýralíf


 

Grænland er mögulega langt úr alfara leið en það er einmitt þess vegna sem það býður hinum ævintýragjarna stangveiðimanni að upplifa allt aðra veröld en við veiðum í hér heima. Hrikalegt landslagið með ísjökum, ám, sjó og dýralífi eins og í ævintýri. Grænland er upplifun sem þú munt aldrei gleyma. 

Stórfenglegt Landslag og Dýralíf


 

Grænland er mögulega langt úr alfara leið en það er einmitt þess vegna sem það býður hinum ævintýragjarna stangveiðimanni að upplifa allt aðra veröld en við veiðum í hér heima. Hrikalegt landslagið með ísjökum, ám, sjó og dýralífi eins og í ævintýri. Grænland er upplifun sem þú munt aldrei gleyma. 

Á sumrin lítur Suður-Grænland út eins og íslenzka nafn landsins gefur til kynna.  Flestar plöntutegundir, sem finnast í landinu, eru á þessum slóðum. Vetrarloftslagið er tiltölulega milt og sumarhitinn fer upp í 16-18°C. Suður-Grænland býður upp á stórbrotið og fallegt ósnortið landslag, jökulheima, heiðalönd, firði og fjörur.  Miklir skriðjöklar ganga út úr Grænlandsjökli fram í sjó og er stórbrotið að sigla milli tignarlegra ísjakanna sem nýfallnir eru úr jökuljaðrinum. Dýralífið þarna er einstakt, flestar ár eru fullar af bleikju, selir og hvalir synda um firðina, hreindýr, sauðnaut, snæhérar og refir eru algeng sjón á göngu og ekki gleyma að líta upp því ernir og Grænlandsfálkar sjást reglulega.

eagle
fishing-trip-to-greenland-52.jpg

Veiðiferðir


 

South Greenland Fly Fishing býður uppá veiðiferðir sem henta flestum. Frá stuttum 4ra daga ferðum uppí vikuferðir. Frá self catering gistiheimili uppí all inclusive á hóteli. Ef nokkrir félagar taka sig saman er hægt að vera í sér húsi sem er steinsnar frá hótelinu. Siglt er á hverjum degi frá Narsaq í einhverja af fjölmörgum ám og vötnum í nágrenninu og komið tilbaka á kvöldin.

Veiðiferðir


 

South Greenland Fly Fishing býður uppá veiðiferðir sem henta flestum. Frá stuttum 4ra daga ferðum uppí vikuferðir. Frá self catering gistiheimili uppí all inclusive á hóteli. Ef nokkrir félagar taka sig saman er hægt að vera í sér húsi sem er steinsnar frá hótelinu. Siglt er á hverjum degi frá Narsaq í einhverja af fjölmörgum ám og vötnum í nágrenninu og komið tilbaka á kvöldin.

Í boði eru Tvenns konar lengdir á ferðum:

4ra daga (lau-þri). Gist er í 4 nætur og veitt í 4 heila daga. 

7 daga (þri-þri). Gist er í 7 nætur og veitt í 7 heila daga.

Í boði eru 4 möguleikar í gistingu og mat:


Self Catering á gistiheimili með morgunverði. Innifalinn er morgunverður en veiðimenn sjá sjálfir um nesti á daginn og kvöldmat á kvöldin.
 

Hótelgisting með morgunverði.  Veiðimenn fá morgunverð en nesti og kvöldverður er í boði á veitingastað og/eða á kaffihúsi hótelsins. Ekki er hægt að fá að elda sjálfir á hótelinu.
 

All inclusive á hóteli. Veiðimenn fá allan mat innifalinn í verði, morgunverð, nesti fyrir daginn og kvöldverð þegar heim er komið.
 

Private hús (fyrir hópa). Í húsinu geta veiðimenn valið hvort þeir sjái um sig sjálfir eða fái allan mat á hótelinu sem er aðeins steinsnar í burtu.
 

Ath. drykkir eru ekki innfaldir í verði.
 

Dagskrá ferðanna í grófum dráttum:

Lengri ferðir, þriðjudagur til laugardags:

Mæting á Keflavíkurflugvöll klukkan 14:00. Brottför kl. 16:45.

Lent í Narsarsuaq kl.17:30. Bátsferð frá Narsarsuaq til Narsaq tekur ca. 1 klst. Innritun á hótel og smá fundur með guide-inum.

Næstu Fjóra daga er veitt í frábærum ám og vötnum og umhverfið skoðað í leiðinni.

Á brottfarardegi er veitt þar til tími er kominn til að halda út á flugvöll. Brottför er kl. 18:15, gott að vera mættur tveimur tímum fyrr. Lent í Keflavík 22:45

 

Vikuferðir, laugardagur til laugardags:

Mæting á Keflavíkurflugvöll klukkan 14:00. Brottför kl. 16:45.

Lent í Narsarsuaq kl.17:30. Bátsferð frá Narsarsuaq til Narsaq tekur ca. 1 klst. Innritun á hótel og smá fundur með guide-inum.

Næstu sjö daga er veitt í frábærum ám og vötnum og umhverfið skoðað í leiðinni.

Á hverjum morgni er siglt að nýju veiðisvæði, þannig að menn eru alltaf að prófa sig áfram með nýjar aðstæður og mismunandi veiðiaðferðir.

 Á brottfarardegi er veitt þar til haldið er út á flugvöll. Brottför er kl. 18:15, gott að vera mættur tveimur tímum fyrr. LENT Í KEFLAVÍK 22:45

fishing-trip-to-greenland-38.JPG

Hreindýr


Möguleiki er að fá að veiða hreindýr í ferðunum okkar.  Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir nánari upplýsingar.

Hreindýr


Möguleiki er að fá að veiða hreindýr í ferðunum okkar.  Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir nánari upplýsingar.

fly-fishing-in-greenland-10.JPG

Gott að Vita


Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar maður fer í ferðlag til Grænlands.

Gott að Vita


Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar maður fer í ferðlag til Grænlands.

Það er ekkert til sem heitir vont veður, bara vondur klæðnaður

Það er alveg sama á hvaða tíma árins þú ferðast til Grænlands, við mælum með að þú klæðist lagskiptum klæðnaði, þægilegt að fækka eða bæta við lögum af fatnaði eftir aðstæðum. Ysta lagið ætti að vera vind og vatnshelt, og undir er gott að klæðast fleece og/eða ullarfatnaði. Jafnvel á miðju sumri þegar heitt er í veðri  geta bátsferðirnar orðið ansi kaldar þar sem hiti sjávar er aðeins ein til tvær gráður. Hafðu með þér húfu og vettlinga í siglinguna, mjög gott er að hafa buff því það nýtist líka gegn flugu.

Á sumrin getur orðið það hlýtt í veðri að stuttbuxur og bolur duga, en reyndar getur moskító orðið til ama í júlí og ágúst. Það er nauðsynlegt að hafa með flugnanet, flugnafælusprey og Lóritín eða histasín ef þú hefur ofnæmi fyrir skordýrabitum.

Taktu með góðan Skóbúnað

Sama hvert erindi þitt er til Grænlands, þú munt oft þurfa að vera fótgangandi, og jafnvel í hæðóttu og ósléttu landslagi. Þess vegna er gott að taka með góða vatnshelda gönguskó með góðum sóla. Ef þú ert að nota þennan skóbúnað í fyrsta skipti, vertu búinn að ganga þá til áður en þú ferð svo þú lendir ekki í að fá blöðrur á fæturna.

Vöðluskórnir ættu að vera vandaðir og góðir til göngu.

relaxing